Skrifborð Væntanlega hafa mörg opinber skjöl verið lögð á þetta borð.
Skrifborð Væntanlega hafa mörg opinber skjöl verið lögð á þetta borð.

Hafi einhver hug á að eignast gamalt, stórt og virðulegt breskt skrifborð með leðurplötu og sögu er eitt slíkt auglýst í smáauglýsingum Bændablaðsins, sem kom út í vikunni.

Fram kemur í auglýsingunni að borðið sé 186x106 sentimetrar að stærð og hafi verið notað áratugum saman í forsætisráðuneytinu. Uppsett verð er 250 þúsund krónur.

„Það kemst ekki fyrir í litlum barnaherbergjum,“ segir Ólafur Garðarsson, sem er að selja borðið. Hann segist þess vegna hafa ákveðið að auglýsa það í Bændablaðinu því líklegra sé að einhver úti á landi hafi þörf og pláss fyrir stórt skrifborð í sínum húsum.

Ólafur segist hafa auglýst eftir svona borði fyrir nokkrum árum og keypt það af einstaklingi sem svaraði augýsingunni. Þá fylgdi sögunni að borðið hefði áður verið

...