Samfara fjölgun rafbíla á götum Reykjavíkur hefur rafhleðslustæðum verið fjölgað.

Á afgreiðslufundi samgöngustjóra nýlega var samþykkt að merkja 40 bílastæði sem eingöngu eru ætluð bifreiðum til rafhleðslu.

Þau eru eftirfarandi:

Fjögur bílastæði við Hagamel 55, fjögur bílastæði við Jöfursbás 9b, fjögur bílastæði við Jöfursbás 11c, sex bílastæði við Kirkjuteig á móts við hús nr. 5, fjögur bílastæði á Kleppsvegi, við Dalbraut 1, fjögur bílastæði við Kleppsveg 150-152, fjögur bílastæði við Sæmundargötu 21, sex bílastæði við Vesturbrún á móts við Áskirkju, og fjögur bílastæði við Þorfinnsgötu á móts við hús nr. 14-16.

Ofangreindar ráðstafanir verði merktar með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 250/2024 um umferðarmerki

...