
Breski leikarinn Guy Pearce komst við í nýlegu viðtali við The Hollywood Reporter þegar hann rifjaði upp óþægileg samskipti sín við bandaríska leikarinn Kevin Spacey við gerð myndarinnar L.A. Confidential (1997). „Mér stóð stuggur af Kevin vegna þess að hann er mjög aggressívur maður. Ég var ungur og viðkvæmur og hann gerði mig tvímælalaust að skotspæni sínum,“ segir Pearce, en áréttar að hann vilji ekki tala um sig sem þolanda. „Ég er ekki þolandi á mælikvarða þess fólks sem orðið hefur fyrir kynferðislegu ofbeldi.“
Í myndbandi á samskiptamiðlinum X svarar Spacey Pearce fullum hálsi með orðunum: „Þú ert ekki fórnarlamb. Reyndu að fullorðnast.“ Spacey tekur fram að sér finnist miður að Pearce hafi valið að senda honum tóninn í fjölmiðlum, enda hafi samskipti þeirra í gegnum tíðina, að mati Spaceys, ávallt verið góð.