Ingólfur Ómar Ármannsson sendir þættinum góða kveðju, en í fyrradag gekk hann upp með Elliðaánum og flaug í hug þessi oddhenda: Ofan gjáar kraumar kná klappir lágar stikar. Straumabláum elfum iðan gráa kvikar

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Ingólfur Ómar Ármannsson sendir þættinum góða kveðju, en í fyrradag gekk hann upp með Elliðaánum og flaug í hug þessi oddhenda:

Ofan gjáar kraumar kná

klappir lágar stikar.

Straumabláum elfum

iðan gráa kvikar.

Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi:

Í vörubílum ennþá er,

uppi timburhúsið ber,

Færeyingum finnst hún góð,

fest við staur og lokar slóð.

Eins og vísnaáhugamenn þekkja felst merking lausnarorðsins í hverri línu gátunnar. Harpa á

...