
Ritstjórar bókarinnar Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi eru staddir hver í sínu landinu. Við þurfum því að grípa til fjarfundarbúnaðar á heimili Elínborgar Kolbeinsdóttur, þannig að stöllur hennar, Chanel Björk Sturludóttir, sem býr í Englandi, og Elínóra Guðmundsdóttir, sem er í Danmörku, geti tekið þátt í umræðunum. Vel fer raunar á því enda hafa þær haldið ófáa ritstjórnarfundina með þeim hætti undanfarin misseri; fjarlægð er afstætt hugtak á tækniöld.
„Bókin inniheldur sögur 33 kvenna sem hafa auðgað íslenskt samfélag á einn eða annan hátt og endurspegla fjölbreytileika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi,“ segir í kynningu útgefanda en Vía útgáfa, sem Elínóra rekur, gefur bókina út í samvinnu við félagasamtökin Hennar rödd, sem Chanel Björk og Elínborg starfrækja. „Sögurnar fjalla um áskoranirnar sem þær hafa mætt vegna skorts
...