Hjónin Auður Egilsdóttir og Einar Elías Guðlaugsson fagna 60 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau kynntust ung í Austurbæjarskóla og hófu búskap um miðjan sjöunda áratuginn

Hjónin Auður Egilsdóttir og Einar Elías Guðlaugsson fagna 60 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau kynntust ung í Austurbæjarskóla og hófu búskap um miðjan sjöunda áratuginn.

Séra Jón Þorvarðarson gaf þau saman á heimili sínu í Hlíðunum og spilaði kona prestsins, Laufey Eiríksdóttir, undir á píanó.

Einar var flugstjóri og Auður sá um heimilið. Þau eignuðust fimm börn og eiga nú 16 barnabörn og 10 barnabarnabörn, eða 31 beinan afkomanda.

Í dag fagnar Einar einnig 79 ára afmæli sínu, en hann giftist Auði á nítján ára afmælisdaginn og sama dag var frumburður þeirra skírður.