
Nicholas Hoult er ógleymanlegur sem hinn sérlundaði og félagslega einangraði skólapiltur Marcus í kvikmyndinni About a Boy frá árinu 2002, en hún byggðist á samnefndri skáldsögu eftir Nick Hornby. Fullorðinn maður, Will, sem Hugh Grant leikur, tekur Marcus fyrir hreina tilviljun upp á sína arma, en sá býr að nægum frítíma enda þarf hann ekki að vinna, þar sem hann lifir kóngalífi af stefgjöldunum af jólalagi sem faðir hans sálugi hafði samið löngu áður. Þið munið þetta.
Marcus er ekki síst eftirminnilegur vegna hárgreiðslunnar, sem var svona dæmigerð „mamma mín, sem er gamall hippi og þjáist af þunglyndi, klippti mig sjálf“-klipping. Þið skiljið hvað ég er að fara. Fyrir vikið rak ég upp stór augu þegar ég kveikti á nýrri kvikmynd, The Order, í sjónvarpinu á dögunum. Birtist þar ekki Nicholas Hoult, meira en 20 árum eldri, en ennþá með þessa sömu klippingu. Ég er
...