
Guðrún Hafsteinsdóttir
Við sjálfstæðismenn göngum til landsfundar eftir viku til að skerpa á málefnaáherslum okkar og velja okkur nýja forystu. Ég býð mig fram til formanns því ég tel mig vera sameinandi afl fyrir alla sjálfstæðismenn og trúi því einnig að flokkurinn þurfi forystu með mikla reynslu úr atvinnulífinu – því blómlegt atvinnulíf er forsenda velferðar og sterks samfélags.
Við sjálfstæðismenn höfum lengi talað fyrir sterku atvinnulífi og skilvirku rekstrarumhverfi, sem kjarnast í einkunnarorðum okkar, „báknið burt“. Því miður hefur báknið hins vegar vaxið á undanförnum árum. Það er óásættanlegt. Við vitum að þunglamalegt kerfi bitnar verst á litlum og meðalstórum fyrirtækjum – á smiðum, pípurum, hársnyrtum og öllum þeim sem standa í eigin rekstri. Við verðum að standa vörð um þessi fyrirtæki sem glíma á hverjum
...