Niðurstaða þýsku þingkosninganna virðist liggja fyrir en þar með er ekki öll sagan sögð

Þjóðverjar ganga að kjörborðinu á morgun. Boðað var til kosninganna í „skyndingu“ í byrjun nóvember í fyrra eftir að Olaf Scholz kanslari rak Christian Lindner, leiðtoga Frjálsra demókrata, úr stöðu fjármálaráðherra.

Á ýmsu hefur gengið í kosningabaráttunni. Þjóðverjar hafa í nokkur misseri glímt við þráláta lægð í efnahagsmálum, en útlendingamál hafa hins vegar verið plássfrek vegna nokkurra hrottalegra árása á undanförnum vikum og mánuðum. Þar hafa verið á ferð menn sem hafa fengið hæli, sótt um hæli og jafnvel verið neitað um hæli og átt að vera farnir af landi brott. Þá eru ónefnd Úkraínumál og óvissan um hvernig eigi að eiga við hinn óútreiknanlega Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Litlar sveiflur hafa hins vegar verið á fylgi flokkanna ef marka má skoðanakannanir. Tímaritið Der Spiegel tekur saman skoðanakannanir og vegur þær og metur. Samkvæmt því hefur nálin á mælinum vart hreyfst síðasta kastið. Kristilegir demókratar, CDU, og systurflokkur þeirra

...