Úr ólíkum áttum
Úr ólíkum áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@althingi.is
Hin árlega öryggisráðstefna í München þetta árið var söguleg og viðburðarík. Ég hef sótt ráðstefnuna frá árinu 2022, sem átti sér þá stað örfáum dögum fyrir allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu. Ég hef sótt aðra viðburði á vegum ráðstefnunnar og byggt upp tengsl við þau sem að henni standa og mörg þeirra sem sækja hana árlega. Aldrei er hægt að komast yfir allt sem þarna fer fram enda eru viðburðirnir mörg hundruð og samtölin á göngum ráðstefnunnar ekki síður gagnleg en formlega dagskráin. Það er margt sem fer um hugann eftir þessa daga og bíður betri tíma að kryfja nánar en í samhengi við atburði vikunnar er tilefni til að nefna nokkur atriði á þessum vettvangi hér í hinu
...