Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kannaðist á dögunum ekkert við það að hafa haft afskipti af kjaradeilu kennara. Það hittist bara þannig á að í ráðuneyti hennar starfar einstaklega lipur og lausnamiðaður maður sem ríkissáttasemjari kallaði til svo að leysa mætti deiluna.

Að vísu fór allt í hnút eftir þessi ekki-afskipti hins lausnamiðaða starfsmanns ráðuneytis Ásthildar Lóu, en ekki er vitað hvers vegna. Og Ásthildur Lóa getur ekkert aðstoðað með það því að hún upplýsti eftir aðkomu lausnamiðaða starfsmannsins að hún hefði „ekki hugmynd um það“ hver aðkoma hans hefði verið að deilunni.

Þetta er auðvitað allt mjög trúlegt og óskiljanlegt að nokkur efist um frásögnina, eða þá fullyrðingu ráðherrans að hvorki hún né nokkur á hennar vegum hefði rætt nokkuð um launahækkanir við kennaraforystuna.

...