Þrjú ár verða liðin á mánudaginn frá því að Rússar hófu hina ólöglegu allsherjarinnrás sína í Úkraínu. Þegar innrásin hófst aðfaranótt 24. febrúar 2022 bárust fregnir um að Rússar gerðu ráð fyrir skjótum sigri í því sem þeir kölluðu hina…

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Þrjú ár verða liðin á mánudaginn frá því að Rússar hófu hina ólöglegu allsherjarinnrás sína í Úkraínu. Þegar innrásin hófst aðfaranótt 24. febrúar 2022 bárust fregnir um að Rússar gerðu ráð fyrir skjótum sigri í því sem þeir kölluðu hina „sérstöku hernaðaraðgerð“, og að hersveitir þeirra myndu jafnvel ná höfuðborginni Kænugarði á þremur dögum.

Hetjuleg barátta Úkraínumanna varð til þess að svo varð ekki, og var framsókn rússneska hersins að Kænugarði endanlega stöðvuð um mánuði eftir að innrásin hófst. Úkraínumenn gerðu svo gagnsókn um haustið 2022, þar sem þeir náðu að frelsa megnið af Karkív- og Kerson-héruðum Úkraínu, og voru vonir bundnar við að þeir gætu endurtekið leikinn um sumarið 2023.

Ekki varð af því af ýmsum

...