Fréttaskýringaþátturinn Kveikur á RÚV hefur gert sig mjög gildandi þegar kemur að því að upplýsa um hneykslismál af ýmsum toga. Eru málin úr ýmsum áttum en ríkismiðillinn hefur hvatt fólk til þess að senda ábendingar

Efstaleiti Um Ríkisútvarpið gilda sérlög sem nefnast: Lög um Ríkisútvarp, fjölmiðil í almannaþágu.
— Morgunblaðið/Eyþór
Baksvið
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Fréttaskýringaþátturinn Kveikur á RÚV hefur gert sig mjög gildandi þegar kemur að því að upplýsa um hneykslismál af ýmsum toga. Eru málin úr ýmsum áttum en ríkismiðillinn hefur hvatt fólk til þess að senda ábendingar. Þannig var því háttað á síðu Kveiks á ruv.is á sínum tíma þótt sú síða hafi nú verið fjarlægð.
Þar sagði beinlínis: „Við þurfum á ábendingum frá fólki eins og þér að halda.“ – Sumsé öllu því fólki sem álpaðist inn á síðuna og las hvatningarorðin.
En þar komu einnig fram leiðbeiningar um það með hvaða hætti væri best að nálgast fréttamenn með sem öruggustum hætti. Er þar vísað í forritið Signal sem, eins og RÚV kemst sjálft að orði, er þeim
...