
Ásdís Ásgeirsdóttir
Á Disney+ má nú finna vísindaspennutryllinn Paradise. Segir þar af samfélagi manna sem býr í tilbúnum heimi, djúpt inni í fjöllum Colorado. Sagan gerist einhvern tímann í nánustu framtíð þegar heimurinn stendur frammi fyrir tortímingu og þá eru góð ráð dýr. Ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að velja 25 þúsund manns sem fá að lifa af, og það í þessum tibúna heimi. Þar eru engin dýr og engar byssur en að öðru leyti virðist lífið ganga sinn vanagang. Þó er ekkert vanalegt við þetta líf þar sem ljósi og myrkri er stjórnað af vélum og fólk lifir í sorg eftir ástvinamissi og dómsdag mannsins.
Í þáttunum, sem eru átta, er fylgst með forseta Bandaríkjanna og lífvörðum hans, en í aðalhlutverki er Sterling K. Brown sem lék eftirminnilega einn þríburanna í This is Us. Hér er hann í hlutverki lífvarðar hins mjög svo breyska forseta, sem leikinn er af James Marsden. Þættirnir
...