Fólk sem býr við bág kjör og lélegt starfsumhverfi tapar trúnni á lýðræðinu. Öflug verkalýðshreyfing er aftur á móti forsenda raunverulegs lýðræðis.
Halla Gunnarsdóttir
Halla Gunnarsdóttir

Halla Gunnarsdóttir

Hin árlega öryggisráðstefna í München tók vægast sagt óvænta stefnu um miðjan þennan mánuð þegar forseti Bandaríkjanna tilkynnti að hann hygðist ganga til viðræðna við Rússlandsforseta um endalok stríðsins í Úkraínu. Helstu leiðtogar Evrópuríkja hafa komið saman til neyðarfundar, enda er nú verið að ræða um breytt landamæri innan Evrópu án aðkomu Úkraínu eða annarra Evrópuríkja. Vestræn samvinna síðustu áratuga er að liðast í sundur í beinni útsendingu.

Við slík stórtíðindi spyrja margir hverju sæti og mun fræða- og stjórnmálafólk fást við þá spurningu næstu árin, enda eru svörin margþætt og skýringarnar ekki einhlítar. Hér verður þó tæpt á einni þeirra, sem lýtur að réttindum og kjörum launafólks og þeirri staðreynd að fólk sem býr við bág kjör og lélegt starfsumhverfi tapar trúnni á lýðræðið. Öflug verkalýðshreyfing er aftur á

...