„Ég kann engar skýringar á þessu. Þetta eru nákvæmlega sömu kort. Það þarf ekki að segja mér annað en að þetta kosti milljónir króna af almannafé. Sem er alger óþarfi,“ segir Ernst Backman hönnuður með meiru
Núna Leiðakort Strætó eins og það birtist farþegum á strætóskýlum nú.
Núna Leiðakort Strætó eins og það birtist farþegum á strætóskýlum nú.

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Ég kann engar skýringar á þessu. Þetta eru nákvæmlega sömu kort. Það þarf ekki að segja mér annað en að þetta kosti milljónir króna af almannafé. Sem er alger óþarfi,“ segir Ernst Backman hönnuður með meiru.

Ernst furðar sig á því að Strætó hafi fengið auglýsingastofur til að teikna leiðakort en útkoman sé sú sama og kort sem hann hafi áður teiknað og notast hafi verið við um langt árabil. Ernst rak auglýsingastofu í 45 ár og gerði fyrsta leiðakort Strætó í lok áttunda áratugarins. Síðan uppfærði hann og þróaði kortið reglulega fyrir Strætó eftir því hvernig leiðirnar breyttust.

Hefur hvorki tíma né peninga til að fara í mál

Ernst er nú að eigin sögn hættur að vinna og sé því ekki að leita sér

...