Hamrað er á mikilvægi jarðganga á Austfjörðum í bókun sem stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) gerði nýlega. Þar er vikið að því ástandi sem skapaðist á Seyðisfirði 19. og 20. janúar síðastliðinn þegar Fjarðarheiði var lokuð vegna…

Hamrað er á mikilvægi jarðganga á Austfjörðum í bókun sem stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) gerði nýlega. Þar er vikið að því ástandi sem skapaðist á Seyðisfirði 19. og 20. janúar síðastliðinn þegar Fjarðarheiði var lokuð vegna ófærðar og rýma þurfti stór íbúðasvæði í kaupstaðnum vegna snjóflóðahættu.

Í þessu sambandi minnir SSA á fyrri ályktanir sínar þar sem lögð var áhersla á að ríkið stæði við fyrirheit sín um greiðfært vegakerfi, það er gerð jarðganga sem tengja myndu miðhluta byggða á Austurlandi – Hérað og firði – saman í eina heild.

„Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs og eru fyrsti áfanginn í þeirri gangaframkvæmd sem þarf að fara í til að tryggja að allir Austfirðingar komist með öruggum hætti á Fjórðungssjúkrahús í Neskaupstað og í sjúkraflug frá Egilsstaðaflugvelli,“ segir SSA. Er einnig minnt á að eingöngu með hringtengingu samgangna verði fjölkjarnasamfélagið Austur­land að veruleika. sbs@mbl.is

...