Cineflex Rights hefur tryggt sér alþjóðlegan dreifingarrétt á nýrri spennuþáttaröð í sex hlutum sem ber heitið Hildur, en hún byggir á samnefndri metsölubók finnska rithöfundarins Satu Rämö

Satu Rämö Ebba Katrín leikur Hildi.
Cineflex Rights hefur tryggt sér alþjóðlegan dreifingarrétt á nýrri spennuþáttaröð í sex hlutum sem ber heitið Hildur, en hún byggir á samnefndri metsölubók finnska rithöfundarins Satu Rämö. Variety greindi fyrst frá en þar kemur fram að leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir muni leika aðalhlutverkið og að leikstjórn verði í höndum Tinnu Hrafnsdóttur. Þá er búist við að þáttaröðin verði frumsýnd í byrjun næsta árs.