Menningar- og listaveislan í Hörpu annað kvöld er einn af stóru viðburðum hátíðarinnar, þetta verður mikil upplifunarveisla,“ segir Margrét M. Norðdahl, listrænn stjórnandi menningarhátíðarinnar Uppskeru, sem fór af stað 8
Uppskera Á sviðslistahátíðinni í Hörpu á morgun verða sýnd brot úr margverðlaunuðum verkum þar sem fatlað listafólk leikur aðalhlutverk.
Uppskera Á sviðslistahátíðinni í Hörpu á morgun verða sýnd brot úr margverðlaunuðum verkum þar sem fatlað listafólk leikur aðalhlutverk. — Ljósmynd/Listasafn Reykjavíkur

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Menningar- og listaveislan í Hörpu annað kvöld er einn af stóru viðburðum hátíðarinnar, þetta verður mikil upplifunarveisla,“ segir Margrét M. Norðdahl, listrænn stjórnandi menningarhátíðarinnar Uppskeru, sem fór af stað 8. febrúar og stendur til 8. mars í Reykjavík. Hátíðin er haldin í tilefni 20 ára afmælis fötlunarfræða við Háskóla Íslands og er henni ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar.

„Listheimurinn rétt eins og samfélagið allt, er því miður ennþá svolítið aðgreint, þar sem ákveðnir hópar hafa verið útilokaðir frá þátttöku, en það eru sem betur fer mörg að vinna markvisst að inngildingu. Þegar við erum öll þátttakendur þá gerir það bæði samfélagið okkar betra

...