Kennarar fjölmenntu á fyrsta borgarstjórnarfund nýs borgarstjórnarmeirihluta í gær í kjölfar þess að þeir gengu fyrirvaralaust út úr mörgum skólum á hádegi. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið…
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kennarar fjölmenntu á fyrsta borgarstjórnarfund nýs borgarstjórnarmeirihluta í gær í kjölfar þess að þeir gengu fyrirvaralaust út úr mörgum skólum á hádegi. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið kennara hafa drifið að ráðhúsinu til að kanna hvort ný borgarstjórn „eða nýr borgarstjóri og nýr meirihluti eru tilbúin að ræða þá stöðu sem er uppi í kjaradeilu kennara. Við erum bara forvitin um hvort það verður“. Nýr borgarstjóri segir að borgarstjórn muni ræða stöðu kjaraviðræðna. » 2 og 4