Rússar hófu sóknaraðgerðir í Donetsk-héraði um miðjan júlí á síðasta ári með það markmið að hertaka borgina Pokrovsk. Borgin þykir skipta miklu máli fyrir varnir Úkraínuhers í Donetsk-héraði, þar sem mikilvægar birgðalínur liggja um borgina, auk…

Rússar hófu sóknaraðgerðir í Donetsk-héraði um miðjan júlí á síðasta ári með það markmið að hertaka borgina Pokrovsk. Borgin þykir skipta miklu máli fyrir varnir Úkraínuhers í Donetsk-héraði, þar sem mikilvægar birgðalínur liggja um borgina, auk þess sem hún gerir hernum auðveldara fyrir að færa hersveitir sínar til og frá víglínunni.

Fall borgarinnar gæti því þýtt að Rússar ættu mun auðveldara um vik með að leggja Donetsk-hérað undir sig að fullu, þar sem yfirráð yfir Pokrovsk myndu skera á helstu birgðaleið varnarliðsins í Tsjasív Jar og tryggja að sú borg myndi falla Rússum í skaut. Það myndi aftur leiða til þess að aðrar borgir Donetsk-héraðs, svo sem Kramatorsk og Kostíantínívka, væru komnar í þrönga stöðu.

Í fyrstu var óttast að Pokrovsk gæti fallið á skömmum tíma, þar sem Úkraínuher hafði einkum óreynda hermenn til þess að

...