
Jón Sigurður Snæbjörnsson fæddist 6. október 1939. Hann lést 10. febrúar 2025.
Útför hans fór fram 19. febrúar 2025.
Elsku afi, nú er ferðin þín í sumarlandið hafin. Þú situr líklega galvaskur á bak við stýrið á L300 með pípuna í hendinni og bros á vör á hraðferð á sveitaveginum í átt að sumarlandinu.
Það sem klikkaði aldrei hjá þér í Fjóluhvammi var hrært skyr með rjóma og rúgbrauð með kæfu í hádeginu, þetta borðuðum við bara hjá þér með bestu lyst og drukkin kókómjólk með. Þú varst alltaf tilbúinn að gera eitthvað með okkur, keyra í Geitdal, fara í sund og fleira. Það var alltaf mikið fjör þegar okkur var öllum smalað í eitt stykki L300 því þá vissi maður aldrei hvaða ævintýri tæki við.
Það kom alltaf mikil ró yfir mann þegar maður kom til þín í
...