Undanfarna daga hefur Garðar Örn Hinriksson, tónlistarmaður með meiru frá Stokkseyri, dreift bók sinni Spurningahandbókinni til kaupenda í forsölu. Hann sendi frá sér plötu í lok janúar, hefur haldið úti vefsíðunni grafarholtid.is undanfarin misseri …
Vinir Vel fer á með kettlingnum Snúllu og Garðari Erni Hinrikssyni.
Vinir Vel fer á með kettlingnum Snúllu og Garðari Erni Hinrikssyni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Undanfarna daga hefur Garðar Örn Hinriksson, tónlistarmaður með meiru frá Stokkseyri, dreift bók sinni Spurningahandbókinni til kaupenda í forsölu. Hann sendi frá sér plötu í lok janúar, hefur haldið úti vefsíðunni grafarholtid.is undanfarin misseri og verið eftirlitsdómari hjá Knattspyrnusambandi Íslands síðan 2023 auk þess að vera heimavinnandi húsfaðir undanfarin átta ár. „Ég hef nóg að gera, þökk sé parkinsonsjúkdómnum sem ég hef lifað með í um átta ár,“ segir hann. Garðar Örn, landsþekktur knattspyrnudómari, starfaði áður sem einkaferðaleiðsögumaður en varð að hætta að vinna 2020 vegna veikindanna.

Grafarholtið er tiltölulega nýtt hverfi og Garðar Örn segir erfitt að halda úti vefsíðu um fámennið. „Ég gríp í þetta af og til, tek viðtöl

...