Afli Íslensku loðnuskipin fá mögulega loðnukvóta Norðmanna.
Afli Íslensku loðnuskipin fá mögulega loðnukvóta Norðmanna. — Morgunblaðið/Börkur Kjartansson

Loðnusamningur milli Íslands og Grænlands frá árinu 2023 gerir ráð fyrir að Íslendingar fá 6.957 tonna loðnukvóta eða 81% af 8.589 hámarksafla vetursins. Þá fá Grænlendingar 1.546 tonn eða 18% og eru sett til hliðar 86 tonn eða 1% fyrir Norðmenn.

Þetta upplýsir matvælaráðuneytið í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Þar er vakin athygli á því að ekki sé meira sett til hliðar fyrir Norðmenn því þeir hafi ekki gengist við samningnum.

Á fimmtudag var þó greint frá því að íslenskum uppsjávarskipum verði aðeins úthlutað 4.683 tonna loðnukvóti.

Í svari ráðuneytisins kemur fram að draga hafi þurft útistandandi skuldbindingar frá hlutdeild Íslands. „Ísland er með tvíhliða samning við Færeyjar og fær þar m.a. aðgang til kolmunnaveiða í færeyskri lögsögu á meðan Færeyjar fá

...