Hilmar Fjeldsted Lúthersson, pípulagningameistari og mótorhjólamaður, lést að heimili sínu 20. febrúar síðastliðinn, 86 ára að aldri.

Hilmar var fæddur 26. ágúst 1938 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Lúther Salómonsson og Sveinsína Oddsdóttir. Systkini Hilmars voru Sverrir (samfeðra), Sigríður, Jóhann og Reynir.

Hilmar bjó í Kópavogi frá fjögurra ára aldri en fluttist á Selfoss árið 2004 og síðan til Hafnarfjarðar 2015. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðmundu Kolbrúnu Guðmundsdóttur, árið 1963. Þau bjuggu í Lundarbrekku í Kópavogi og vann Hilmar við pípulagnir. Þau fluttu um 1980 að Hlíðarvegi 5a. Þar var góður bílskúr og fór Hilmar að rækta mótorhjólabakteríuna.

Hilmar var einn af stofnfélögum Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla. Við stofnun samtakanna árið 1984 var hann nokkru eldri og reyndari en flestir

...