
Catherine Zeta-Jones fæddist í fásinninu í Swansea en hefur lengi búið í Bandaríkjunum.
— AFP/Andrej Isakovic
Heimkoma Catherine Zeta-Jones snýr aftur í sinn gamla heimabæ, Swansea í Wales, í væntanlegum spennumyndaflokki, Kill Jackie. Tökur eiga að hefjast í næsta mánuði á vegum Amazon Prime. Zetan leikur þar konu sem fer huldu höfði enda á hún að baki vafasama fortíð í heimi eiturlyfja og glæpa. Leikurinn berst víst líka til Lundúna, Lissabon og Bilbaó. Í kynningu Amazon Prime kveðst Zetan vera mjög spennt fyrir verkefninu, ekki síst þar sem konur séu þar á fyrsta farrými í handritinu. Kill Jackie verður á skjánum einhvern tíma á næsta ári.