
Baksvið
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fyrirtækjasamsteypan Berkshire Hathaway var rekin með 47,44 milljarða dala hagnaði á síðasta ári og var það þriðja árið í röð sem félagið skilar methagnaði. Jókst hagnaður félagsins um 27% á milli ára en handbært fé Berkshire er núna 334,2 milljarðar dala sem er tvöfalt hærri upphæð en fyrir ári.
Ástæðan fyrir þessari miklu aukningu handbærs fjár er að Berkshire notaði árið til að selja drjúgan skerf af hlutabréfasafni sínu og losaði sig t.d. við 62% af eign sinni í Apple og þriðjung af hlutum sínum í Bank of America.
Warren Buffett, sem stýrt hefur félaginu í 60 ár, hefur um árabil kvartað yfir að vöntun sé á góðum fjárfestingartækifærum í Bandaríkjunum og hafa sjóðir Berkshire því vaxið jafnt og þétt. Virðist
...