
Dóra Björgvinsdóttir fiðluleikari fæddist 24. febrúar 1955 á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík. Hún ólst upp í vesturbænum, nánar tiltekið í kennarablokkinni á Hjarðarhaga. „Það var mjög gaman að alast upp í vesturbænum. Það voru svo margir krakkar í blokkinni og við héldum mikið saman og lékum okkur bæði mikið á lóðinni og eins vorum við oft í kjallaranum að setja upp leikrit.“
Dóra fékk snemma áhuga á tónlist og hún byrjaði tónlistarnámið í Barnamúsíkskólanum þegar hún var átta ára gömul. Eftir eitt ár í tónfræði átti að velja hljóðfæri og þá varð fiðlan fyrir valinu og hún hefur fylgt henni síðan. Hún gekk í Melaskóla, síðan Hagaskóla og Menntaskólann í Reykjavík. „Það var alveg mikið að gera, sérstaklega þegar leið á tónlistarnámið og þá fór alltaf meiri tími í æfingar og minni tími gafst fyrir félagslífið.“
Eftir
...