Bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) hyggst draga til baka málsókn gegn rafmyntamarkaðinum Coinbase. Þykir þessi ákvörðun endurspegla nýjar áherslur ríkisstjórnar Donalds Trumps en eitt af kosningaloforðum hans var að vinna með – en ekki gegn…
Viðhorfsbreyting Vegfarandi gengur fram hjá bitcoin-skilti í Hong Kong.
Viðhorfsbreyting Vegfarandi gengur fram hjá bitcoin-skilti í Hong Kong. — AFP/Dale de la Rey

Bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) hyggst draga til baka málsókn gegn rafmyntamarkaðinum Coinbase. Þykir þessi ákvörðun endurspegla nýjar áherslur ríkisstjórnar Donalds Trumps en eitt af kosningaloforðum hans var að vinna með – en ekki gegn – bandaríska rafmyntahagkerfinu.

Coinbase og SEC hafa eldað grátt silfur um árabil en Coinbase rekur stærstu rafmyntakauphöll Bandaríkjanna. Fjármálaeftirlitið hefur margoft sakað Coinbase um að fara á svig við reglur um verðbréfaviðskipti, en Coinbase að sama skapi sakað SEC um að fara út fyrir valdsvið sitt og túlka lögin með röngum hætti.

Það var Coinbase sem greindi frá því að SEC hefði fallið frá málsókn sinni sem fór fyrst af stað árið 2023. „Stríðinu gegn rafmyntum er lokið, í það minnsta hvað

...