
Ósk Magnúsdóttir fæddist á Sæbóli á Seltjarnarnesi 31. janúar 1949 og bjó þar alla tíð. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn
12. febrúar 2025.
Foreldrar hennar voru Magnús Guðmundsson vélstjóri (1907-2001) og Björg Sigurjónsdóttir, húsmóðir og hannyrðakona (1916-1999). Bræður hennar voru Guðmundur, kennari og leiðsögumaður (1936-2021), Sigurjón (1941-1993), háloftaathugunarmaður og Friðjón (1945-2024) veðurstofutölvari.
Ósk giftist Gunnlaugi Ástgeirssyni menntaskólakennara 6. september 1974. Börn þeirra eru: Kári, f. 1975, kvikmyndaleikstjóri og leiðsögumaður, maki hans er Árný Björg Bergsdóttir framkvæmdastjóri, f. 1974, og sonur þeirra er Baldur, f. 2014. Freyja, f. 1979, tónlistarkona og skólameistari MÍT, maki hennar er Egill Arnarson, f. 1973, heimspekingur og ritstjóri, börn þeirra eru
...