
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að leggja fram frumvarp sem felur í sér að minnka sjálfbærnikröfur á evrópsk fyrirtæki.
Að sögn Reuters hljóða drög að frumvarpinu á þá leið að fyrirtæki þurfi að hafa meira en 1.000 starfsmenn og velta meira en 450 milljónum evra árlega til að vera skyldug að útbúa, með reglulegu millibili, skýrslur sem útlista hvernig félögin gæta þess að draga úr neikvæðum áhrifum sínum á umhverfi og samfélag.
Í dag nær skýrslukrafan til fyrirtækja með meira en 250 starfsmenn og veltu yfir 40 milljónum evra.
Frumvarpið, sem Reuters segir að verði að líkindum formlega kynnt í þessari viku, mildar einnig svokallaðar CSDDD-reglur sem í dag leggja þá skyldu á stærri fyrirtæki að rannsaka hvort birgjar þeirra hafi gerst sekir um mannréttindabrot
...