Faðir stúlku sem varð fyrir hrottafenginni árás í október 2023, þegar tveir drengir réðust á hana með stíflueyði, segir algjört úrræðaleysi einkenna skólayfirvöld þegar kemur að ofbeldi meðal barna. Árásin átti sér stað á skólalóð Breiðagerðisskóla, …
Breiðagerðisskóli Drengirnir skildu stúlkuna eftir á skólalóð Breiðagerðisskóla þegar þeir köstuðu stíflueyði í andlit hennar.
Breiðagerðisskóli Drengirnir skildu stúlkuna eftir á skólalóð Breiðagerðisskóla þegar þeir köstuðu stíflueyði í andlit hennar. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

í Brennidepli

Hólmfríður M. Ragnhildard.

hmr@mbl.is

Faðir stúlku sem varð fyrir hrottafenginni árás í október 2023, þegar tveir drengir réðust á hana með stíflueyði, segir algjört úrræðaleysi einkenna skólayfirvöld þegar kemur að ofbeldi meðal barna.

Árásin átti sér stað á skólalóð Breiðagerðisskóla, þar sem drengirnir tveir höfðu lagt á ráðin um hana. Stúlkan, sem þá var tólf ára, særðist alvarlega. Glímir hún enn við afleiðingar árásarinnar og þær munu fylgja henni alla ævi.

Faðir hennar, Máni Eskur Bjarnason, segir að aðeins heppni og rétt viðbrögð hafi ráðið því að dóttir hans missti ekki sjónina. Hefði stúlkan ákveðið að leita heim, í stað þess að hlaupa strax í næsta hús þar sem kunningjar foreldra hennar veittu

...