Guðmunda Vigdís Jack fæddist 24. mars 1929 á Skálanesi í Gufudalssveit við Breiðafjörð. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson, f. 11.6. 1903, d. 29.6. 1997, vegavinnuverkstjóri á Akranesi, og Kristín Jónsdóttir, f. 27.12. 1900, d. 12.4. 1992, húsfreyja og lestrarkennari á Akranesi.

Vigdís var elst fjögurra systkina en 9 ára fluttist hún ásamt foreldrum sínum og bræðrum á Akranes. Vigdís gekk í Barna- og Gagnfræðaskóla Akraness. Hún sinnti ýmsum sumarstörfum frá 11 ára aldri. Hún var ráðskona fyrir vegavinnuflokk föður síns og kaupakona í sveit. Einnig vann hún ýmis ráðskonustörf bæði í Reykjavík, Kópavogi og á Akranesi, hún vann á saumastofu Begga fína á Tjarnargötu og tvö sumur við Hvalstöðina í Hvalfirði. 23 ára gerðist Vigdís ráðskona hjá séra Róberti Jack í Grímsey, en hann var þá nýorðinn ekkjumaður með fjögur ung börn. Vigdís og Róbert giftu sig ári seinna og héldu hjónin sama ár til

...