
Volodomir Selenskí
— AFP/Tetiana Dzhafarova
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti er „ekki reiðubúinn“ til þess að undirrita samkomulagið um nýtingu auðlinda landsins, sem Bandaríkjastjórn hefur lagt fram, þrátt fyrir að bandarískir embættismenn hafi gefið til kynna á föstudag að Selenskí myndi undirrita það fljótlega.
Selenskí sagði þó á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld beggja ríkja væru nær því að ná samkomulagi. „Okkur miðar áfram,“ sagði forsetinn og bætti við að fulltrúar landanna hefðu ræðst við fyrr um daginn.
Heimildarmaður AFP-fréttastofunnar í Úkraínu sagði að Úkraínumenn hefðu lagt fram ýmsar breytingar á fyrirhuguðum samningsdrögum til þess að gera það „uppbyggilegra“.
„Það eru engar skuldbindingar á hendur Bandaríkjunum í samkomulaginu varðandi tryggingar eða
...