„Hér á höfuðborgarsvæðinu er gott og þéttriðið net göngustíga. Ef til vill hefur þó skort að tiltækar væru á einum stað upplýsingar um leiðir og því er kærkomið að úr því sé bætt,“ segir Páll Eysteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands

Hjólað Á Úlfarsfellinu, hér með Grafarvogshverfi og Viðey í baksýn.
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Hér á höfuðborgarsvæðinu er gott og þéttriðið net göngustíga. Ef til vill hefur þó skort að tiltækar væru á einum stað upplýsingar um leiðir og því er kærkomið að úr því sé bætt,“ segir Páll Eysteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Á dögunum var opnaður upplýsingavefur um útivistarmöguleika á höfuðborgarsvæðinu og er sá á slóðinni www.utumallt.is. Að þessu standa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SHH) og þarna er að finna yfirlit um rúmlega 30 skemmtileg útivistarsvæði og 40 kortlagðar göngu- og hjólaleiðir.
Gunnhildur í Garðabæ
Meðal göngu- og hjólaleiða sem sagt er frá á vefnum nýja eru slóð um Hólmsheiði og við Rauðavatn efst í byggðum Reykjavíkur, hringur um Valhúsahæð á
...