Eir Chang Hlésdóttir úr ÍR sló 21 árs gamalt Íslandsmet í 200 metra hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanhúss í Laugardalshöll í gær. Eir, sem er 17 ára gömul, kom í mark á tímanum 23,69 sekúndur og bætti þar með met Silju…

Eir Chang Hlésdóttir úr ÍR sló 21 árs gamalt Íslandsmet í 200 metra hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanhúss í Laugardalshöll í gær. Eir, sem er 17 ára gömul, kom í mark á tímanum 23,69 sekúndur og bætti þar með met Silju Úlfarsdóttur frá því í mars árið 2004, sem var 23,79 sekúndur. Eir hrósaði einnig sigri í 60 metra hlaupi á laugardag þegar hún kom fyrst í mark á 7,53 sekúndum. Irma Gunnarsdóttir úr FH vann einnig tvöfalt á mótinu um helgina. » 26