Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Það var svolítið sætt, jafnvel krúttlegt, að fylgjast með vanlíðan stjórnarliða síðastliðinn fimmtudag þegar dagskrá forseta þingsins mælti svo fyrir að fyrst skyldi ræða lögfestingu reglna um að tappar skuli hér eftir vera fastir á drykkjarílátum upp að þremur lítrum að umfangi.

Hvað gerist við þriggja lítra markið, sem gerir það óhætt að tappinn sé frjáls ferða sinna veit enginn, enda er þar á ferðinni ílát sem þarf nær örugglega að skrúfa tappann á aftur sökum magns vökva sem í því er. Látum þá rannsókn bíða betri tíma.

Umræðan um áföstu plasttappana er ekki ný af nálinni, síðasta vinstri stjórn reyndi að koma þessari dellu í gegn vorið 2020 en þá var þetta stoppað í umhverfis- og samgöngunefnd.

Rökin fyrir því að hafna þessu fyrir fimm árum voru meðal annars þau að ekki væri til staðar raunverulegt vandamál

...

Höfundur: Bergþór Ólason