
Viðtal
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Í þetta skipti, og almennt og yfir höfuð, eru frábærir þýðendur
tilnefndir,“ segir Elísa Björg Þorsteinsdóttir, handhafi Íslensku þýðingaverðlaunanna 2025, og bætir við að verðlaunin hafi þess vegna sannarlega komið henni á óvart. Hún tók við verðlaununum á Gljúfrasteini á laugardag, en þau hlaut hún fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Saga af svartri geit eftir Perumal Murugan sem Angústúra gefur út.
Elísa hefur þrisvar áður verið tilnefnd til verðlaunanna og segist því hafa verið undir það búin að mæta prúðbúin á verðlaunaafhendinguna og hlusta á einhvern annan flytja þakkarræðu. „Það hefði bara verið frábært. Svo, nei, ég átti ekki von á þessu.“
Hún segir það vissulega hafa mikla þýðingu fyrir sig að hljóta þessi verðlaun. „Það hlýtur að þýða að maður hafi
...