Ég hyggst ræna fatahreinsun (djók) og sit daglega á kaffihúsi „til móts við“ hana og gái hvenær minnst sé að gera. Glöggur lesandi sér hvað er að þessu. Standa ætti móts við eða á móts við

Ég hyggst ræna fatahreinsun (djók) og sit daglega á kaffihúsi „til móts við“ hana og gái hvenær minnst sé að gera. Glöggur lesandi sér hvað er að þessu. Standa ætti móts við eða á móts við. Það þýðir gegnt (e-u). Að fara til móts við e-n er að fara áleiðis móti e-m og að koma til móts við e-n að verða að nokkru við óskum e-s.