
Ragnhildur Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 21. desember 1933. Hún lést á Hrafnistu, Skógarbæ, 11. febrúar 2025.
Foreldrar hennar voru hjónin Þórey Kristín Ólína Böðvarsdóttir, f. 2. júlí 1904 á Hrafnseyri við Arnarfjörð, d. 5. desember 1990, og Guðmundur Björnsson, f. 14. september 1899 á Ærlækjarseli í Öxarfirði, d. 5. janúar 1995.
Systkini Ragnhildar voru Björn, látinn, Vilborg Sigríður látin, Böðvar og Þórey.
Ragnhildur bjó fyrstu árin á Reykhólum í Barðastrandarsýslu, um tíma í Reykavík en 1938 flytur fjölskyldan til Kópaskers þar sem hún ólst upp og gekk í barnaskóla. Hún fór til Reykjavíkur og lauk þar landsprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Ung flutti hún til Ísafjarðar þar sem hún kynntist manni sínum Ólafi Þórðarsyni bakara og síðar tollverði. Ólafur var fæddur 23. maí
...