
Hildur Sverrisdóttir
Sjálfstæðisflokkurinn hefur laðað til sín það besta í íslensku samfélagi í gegnum tíðina. Hugmyndafræðin að baki flokknum á auðvitað ríkan þátt í því. Skynsemi, atorkusemi og frelsishugsjónin hafa aðdráttarafl sem hefur lánsamlega skilað vönduðu forystufólki. Formannskjör Sjálfstæðisflokksins verða því jafnan strembin, val milli afburðafólks með ólíka fleti.
Það sem einkennt hefur góða formenn er að þeir hafa náð að beisla sviptingar tímans samfélaginu til heilla; breytingar í tíðaranda, tæknibreytingar, breytta samfélagsskipan, breytta heimsmynd og hvað við er að etja á hverjum tíma.
Sjálfstæðisstefnan byggist á grundvallarhugmyndum sem eru sígildar. Hún hefur á tæpri öld skilað okkur farsælu og frjálsu samfélagi svo tekið er eftir, þrátt fyrir smæð og óteljandi áskoranir.
...