Bandaríska fjármálaráðuneytið ver samningsumleitanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta gagnvart Úkraínu og nýtingu auðlinda landsins með kjafti og klóm og rökstyður meðal annars með því að úkraínsk stjórnvöld geti reiknað með umtalsverðri…
Ræðast við Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ásamt Keith Kellogg, sérstökum erindreka Trumps í Kænugarði.
Ræðast við Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ásamt Keith Kellogg, sérstökum erindreka Trumps í Kænugarði. — AFP/Sergei Súpinskí

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

Bandaríska fjármálaráðuneytið ver samningsumleitanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta gagnvart Úkraínu og nýtingu auðlinda landsins með kjafti og klóm og rökstyður meðal annars með því að úkraínsk stjórnvöld geti reiknað með umtalsverðri efnahagslegri velsæld að stríðinu loknu gangi þau að tilboði Trumps.

Vilja Bandaríkjamenn, í skjóli samkomulagsins, fá aðgang að sjaldgæfum málmum og steinefnum í jörðu í Úkraínu, annaðhvort gegn fjárhagsaðstoð eða sem endurgreiðslu á þeirri fjárhagsaðstoð sem Bandaríkjamenn hafa þegar stutt Úkraínu með í innrásarstríðinu við Rússa sem í dag hefur staðið í þrjú ár.

Hefur Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hafnað samkomulaginu á þeirri forsendu að samþykki hans jafngilti því að selja Úkraínu, en í

...