30 ára Margrét ólst upp í Breiðholtinu og gekk í Hólabrekkuskóla. Hún stundaði frjálsar íþróttir með ÍR alveg fram að tvítugu. Hún fór í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og útskrifaðist sem stúdent árið 2014. Þá fór hún í heilbrigðisverkfræði hjá Háskólanum í Reykjavík og útskrifaðist árið 2018 með BSc-gráðu. Hún fór að vinna á Landspítalanum og var þar í tvö ár að vinna á Hjarta- og æðaþræðingastofunni sem sérhæfður starfsmaður. Í dag er hún að vinna hjá Alvotech í gæðaeftirliti.

Helstu áhugamálin eru samvera með fjölskyldu og svo hefur hún mjög gaman af allri handavinnu.

Fjölskylda Eiginmaður Margrétar er Hlynur Guðbjörnsson húsasmiður, f. 1996. Þau eiga börnin Helgu Guðnýju, f. 2019, og Hákon Tuma, f. 2024, og búa í Mosfellsbæ.