Happdrætti Háskóla Íslands leitar að um 250 vinningshöfum sem af ýmsum ástæðum hefur ekki hefur verið hægt að greiða vinninga til á undanförnum árum. Samtals nema vinningarnir, sem þannig eru í óskilum, um 5 milljónum króna. Að sögn Hjördísar Maríu…

Vinningar Happdrætti Háskóla Íslands leitar að vinningshöfum.
— Morgunblaðið/Golli
Happdrætti Háskóla Íslands leitar að um 250 vinningshöfum sem af ýmsum ástæðum hefur ekki hefur verið hægt að greiða vinninga til á undanförnum árum. Samtals nema vinningarnir, sem þannig eru í óskilum, um 5 milljónum króna.
Að sögn Hjördísar Maríu Ólafsdóttur markaðsstjóra HHÍ er hæsti vinningurinn, sem ekki hefur tekist að koma til skila, 200 þúsund krónur en flestir eru vinningarnir á bilinu 50-100 þúsund kr. Sumir eiga raunar fleiri en einn vinning inni hjá happdrættinu.
Hjördís segir að vinningar séu jafnan greiddir til vinningshafa morguninn eftir að dregið er og þeir eru einnig látnir vita með tölvupósti eða smáskilaboðum. En stundum vanti upplýsingar um reikningsnúmer, netfang eða símanúmer eða þær eru rangar og því hafa vinningarnir safnast upp.
Fram kemur í tilkynningu frá happdrættinu að besta
...