Fram lenti ekki í vandræðum með botnlið Gróttu og vann 32:23 þegar liðin áttust við í 17. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á Seltjarnarnesi á laugardag. Karlotta Óskarsdóttir var markahæst í leiknum með sjö mörk fyrir Gróttu en Þórey Rósa …

Fram lenti ekki í vandræðum með botnlið Gróttu og vann 32:23 þegar liðin áttust við í 17. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á Seltjarnarnesi á laugardag. Karlotta Óskarsdóttir var markahæst í leiknum með sjö mörk fyrir Gróttu en Þórey Rósa Stefánsdóttir og Steinunn Björnsdóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir Fram, sem er í öðru sæti. ÍR fékk þá ÍBV í heimsókn í Breiðholtið og vann 34:30. Sylvía Sigríður Jónsdóttir var markahæst með tíu mörk fyrir ÍR. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði níu mörk fyrir ÍBV. ÍR er í fimmta sæti og ÍBV í sjöunda sæti.

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson átti stórleik fyrir Lille þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2:1-sigri á Mónakó í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardag. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik þar sem Hákon Arnar skoraði á 22. og 42. mínútu áður

...