
— AFP/Bohumil Fiser
Átta bjórar í Tékklandi tóku málin í sínar hendur og kláruðu framkvæmdir sem höfðu tafist í mörg ár – og spöruðu stjórnvöldum jafnvirði 175 milljóna íslenskra króna. Þeir byggðu stíflur og votlendi í Klabava-ánni, þar sem átti upphaflega að reisa varnargarð til að vernda viðkvæmt vistkerfi. Bjórarnir hófu vinnu sína af fullum krafti, og að sjálfsögðu án þess að þurfa að sækja um leyfi. Náttúruverndarsérfræðingar segja þá hafa skilað „frábæru verki“ og að svæðið sé nú stærra og betur nýtt en ráðgert var.
Nánar um málið á K100.is.