Óstöðvandi Mohamed Salah skoraði eitt og lagði upp annað í gærkvöldi.
Óstöðvandi Mohamed Salah skoraði eitt og lagði upp annað í gærkvöldi. — AFP/Paul Ellis

Liverpool kom sér í góða stöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla með því að leggja Manchester City að velli, 2:0, á Etihad-leikvanginum í Manchester í gærkvöldi. Eftir sigurinn er Liverpool með 11 stiga forskot á Arsenal, sem á leik til góða í öðru sætinu. Man. City er í fjórða sæti. Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai skoruðu mörk Liverpool og lögðu upp hvor fyrir annan í fyrri hálfleik.

Arsenal fór illa að ráði sínu á laugardag þegar liðið fékk West Ham United í heimsókn á Emirates-leikvanginn og tapaði 0:1. Sigurmark Hamranna skoraði Jarrod Bowen skömmu fyrir leikhlé. Myles Lewis-Skelly fékk beint rautt spjald í liði Arsenal á 73. mínútu fyrir brot sem rændi West Ham upplögðu marktækifæri.

Everton og Manchester United skildu jöfn, 2:2, á Goodison Park í Liverpool í hádeginu á

...