Kennari Soffía hefur starfað sem kennari í þrjátíu ár og hefur víðtæka reynslu á sviði hegðunar- og ofbeldisvanda meðal barna.
Kennari Soffía hefur starfað sem kennari í þrjátíu ár og hefur víðtæka reynslu á sviði hegðunar- og ofbeldisvanda meðal barna. — Ljósmynd/Háskóli Íslands

Soffía Ámundadóttir, kennari til þrjátíu ára, segir ofbeldi meðal barna vera tabú meðal skólayfirvalda og að úrræði skorti.

„Við viljum ekki tala um þetta. Það er vandamál númer eitt,“ segir Soffía. Starfsfólk sveitarfélaga og kennsluskrifstofa horfist ekki í augu við vandann og veigri sér við að nota orðið ofbeldi þegar börn séu annars vegar, enda sé orðið gildishlaðið.

Hún segir slíkt starfsfólk oft ekki í tengslum við raunveruleikann sem blasi við kennurum á gólfinu.

„Ég skil ekki að skólaskrifstofur geti bara þaggað hlutina niður. Af því að þar starfar reynslumikið fagfólk sem veit að ef við tökum ekki á þessum vanda, þá heldur hann bara áfram að stækka. Og viljum við það? Nei,“ segir Soffía.

„Fræðin

...