Evrópubikar Össur Haraldsson skoraði sex mörk fyrir Hauka í þægilegum sigri á Jeruzalem Ormoz í Ormoz í Slóveníu á laugardag.
Evrópubikar Össur Haraldsson skoraði sex mörk fyrir Hauka í þægilegum sigri á Jeruzalem Ormoz í Ormoz í Slóveníu á laugardag. — Morgunblaðið/Anton Brink

Hauk­ar gerðu sér lítið fyr­ir og unnu slóvenska liðið Jeruzalem Ormoz í Slóven­íu, 31:26, á laugardag og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úr­slit­um Evr­ópu­bik­ars karla í hand­bolta. Valur er ríkjandi meistari í keppninni en tók þátt í Evrópudeildinni á þessu tímabili.

Hauk­ar fóru með átta marka for­ystu inn í seinni leik­inn í 16-liða úrslitum eft­ir að hafa unnið fyrri leik­inn á Ásvöll­um, 31:23. Hauk­ar unnu því ein­vígið sam­an­lagt með þrett­án marka mun, 62:49.

Haukar voru með undirtökin allan leikinn á laugardag og komust mest níu mörkum yfir í stöðunni 29:20. Haukaliðið gaf aðeins eftir í lokin sem kom ekki neitt að sök.

Össur Har­alds­son var marka­hæst­ur Hauka á laugardag en hann skoraði sex mörk úr átta skot­um. Þá skoruðu Geir Guðmunds­son og Þrá­inn Orri Jóns­son fjög­ur mörk hvor. Aron Rafn Eðvarðsson var góður í marki Hauka en hann varði 11 skot.