
Kolbrún Bergþórsdóttir
Sky Arts sýnir reglulega þættina Alfred Hitchcock Presents. Af nógu er að taka því þáttaraðirnar urðu sjö og 38 þættir eru í hverri þáttaröð. Þættirnir, sem eru í svart-hvítu, voru gerðir á árunum 1956-1965 og hver þáttur er um 25 mínútur.
Fjallað er um fólk í alls kyns aðstæðum og spennan er alltaf þarna, á mismikinn hátt. Lagt er upp úr því að hver þáttur endi á óvæntan hátt og það tekst nær ætíð. Þarna má sjá heimsfræga leikara, sem á þessum tíma voru að hefja feril sinn: Steve McQueen, Walter Matthau, Burt Reynolds, Roger Moore, Clint Eastwood – listinn er langur.
Snillingurinn Hitchcok leikstýrir fæstum þáttanna. Hann kynnir hins vegar hvern þátt stuttlega og kemur einnig fram í lokin með vísdómsorð. Hann er hæðinn og bráðskemmtilegur og kætir mann verulega.
Það er gaman að fylgjast með þáttunum þar sem mikið er lagt upp úr góðu
...