Sky Arts sýnir reglulega þættina Alfred Hitchcock Presents. Af nógu er að taka því þáttaraðirnar urðu sjö og 38 þættir eru í hverri þáttaröð. Þættirnir, sem eru í svart-hvítu, voru gerðir á árunum 1956-1965 og hver þáttur er um 25 mínútur
Hitchcock Hann var snillingur og gleður enn.
Hitchcock Hann var snillingur og gleður enn.

Kolbrún Bergþórsdóttir

Sky Arts sýnir reglulega þættina Alfred Hitchcock Presents. Af nógu er að taka því þáttaraðirnar urðu sjö og 38 þættir eru í hverri þáttaröð. Þættirnir, sem eru í svart-hvítu, voru gerðir á árunum 1956-1965 og hver þáttur er um 25 mínútur.

Fjallað er um fólk í alls kyns aðstæðum og spennan er alltaf þarna, á mismikinn hátt. Lagt er upp úr því að hver þáttur endi á óvæntan hátt og það tekst nær ætíð. Þarna má sjá heimsfræga leikara, sem á þessum tíma voru að hefja feril sinn: Steve McQueen, Walter Matthau, Burt Reynolds, Roger Moore, Clint Eastwood – listinn er langur.

Snillingurinn Hitchcok leikstýrir fæstum þáttanna. Hann kynnir hins vegar hvern þátt stuttlega og kemur einnig fram í lokin með vísdómsorð. Hann er hæðinn og bráðskemmtilegur og kætir mann verulega.

Það er gaman að fylgjast með þáttunum þar sem mikið er lagt upp úr góðu

...